“Nani: Draumar án landamæra” býður áheyrendur velkomna í blíðan heim vögguvísunnar.
Í upphafi tónleika flytja Nina Basdras sópran og Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari lög af nýútgefinni plötu sinni, Nani, en hún hefur að geyma grískar vögguvísur í útsetningum fyrir gítar og söngrödd. Vögguvísurnar eru sumar upprunnar í þjóðlagahefð Grikklands, aðrar eftir ástsæl grísk tónskáld og birtast hér í útsetningum sem skapa innileika og nánd. Platan varð til út frá reynslu Ninu af móðurhlutverkinu, en sem grísk móðir á Íslandi ól hún son sinn upp milli tveggja menningarheima. Með vögguvísunum gat Nina haldið í grískar rætur sínar og deilt menningu sinni með syni sínum. Í þessari efnisskrá kannar hún sjálfsmynd, minni og tengsl kynslóðanna gegnum tónlist.
Á síðari hluta tónleikanna, sem eru tileinkaðir eru draumalandinu, hljóma róandi lög frá ýmsum heimshornum við undirleik Sigurðar Vignis Jóhannssonar á píanó.
Flytjendur
Nina Basdras sópran
Ásgeir Ásgeirsson gítar
Sigurður Vignir Jóhannsson píanó