Back to All Events

Jólin alls staðar

  • Breiðholtskirkja 5 Þangbakki Reykjavík, Reykjavíkurborg, 109 Iceland (map)

Silfurbjöllurnar málmblásarakvintett býður til fjölskyldujólatónleika í tónleikasyrpunni 15:15 í Breiðholtskirkju laugardaginn 20.desember kl 15:15! 
Á tónleikunum spilum við þekkt jólalög bæði íslensk og erlend ásamt lögunum við jólatréð þar sem allir geta sungið með!
Velkomin að eiga huggulega og einstaklega jólalega stund með okkur í Breiðholtskirkju rétt fyrir jólin!

Silfurbjöllurnar voru stofnaðar haustið 2022 og voru þá kvartett skipaðar þeim Hönnuh O'Connor, Valdísi Þorkelsdóttur á trompeta Sigrúnu Kristbjörgu Jónsdóttur á básúnu og Ingibjörgu Azimu á bassabásúnu. Í haust bættist Anna Sigurbjörnsdóttir hornleikari í hópinn og er því kvartettinn orðinn kvintett!

Silfurbjöllurnar hafa hingað til aðallega farið á kreik í desember og spilað þekkta jólaslagara í mestmegnis eigin útsetningum við ýmis tækifæri en hyggja nú á landvinninga allan ársins hring því á nýju ári leika þær á hádegistónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 15.janúar. Þar munu þær m.a frumflytja íslenska tónlist.

Previous
Previous
November 15

Árstíðir Vivaldis á upprunahljóðfæri - 300 ár frá útgáfu

Next
Next
January 17

Nostalgía fyrir sólópíanó